Viðmótshönnun er okkar fag

Jökulá sérhæfir sig í að skapa áhrifaríkt viðmót og góða  notendaupplifun. Við bjóðum fyrirtækjum fulla þjónustu þegar kemur að hönnun viðmóts, frá vírlíkani til smátexta.

Fá nánari gögn

Áralöng reynsla af samvinnu

Traust þjónusta og greitt aðgengi

Greining

Samstarfið hefst á ítarlegri greiningu á þínum þörfum og þörfum notendans

Hönnun

Með fyrirliggjandi gögn og markmið hefjum við hönnunarferlið

Fast verð og tími

Þitt fyrirtæki borgar aðeins fyrir veitta þjónustu og notaða tíma.

Samskipti

Regluleg samskipti og fundir, jafnvel með Slack rás með bein tengsl við hönnuði.

Hvernig fara notendaprófin fram?

Við höfum hannað og útbúið sérstakt rými sem er tileinkað framkvæmd notendaprófana. Notendur fara í gegnum ákveðin verkefni sem við köllum “notendasögur.”

Í rýminu er:

 • Augnskanni fyrir tölvur og snjalltæki
 • Hjartsláttamælir
 • Rafmótstöðumælir
 • Engin truflun og þægileg aðstaða
 • Sérfræðingur í upplifun

Af hverju ætti ég að ráða stofu í stað starfsmanns?

Jafnvel færustu aðilar eru aðeins sérfræðingar á einu eða tveimur sviðum. Með því að nýta þér þjónustu okkar sleppur þú við mikinn aukakostnað og höfuðverk og færð í staðinn fjölbreyttan hóp fagfólks tileinkað þínum markmiðum.

Viðmótshönnuður

Hvað færðu

 • Mörkun
 • Smátexti
 • Stefnumótun
 • Notendaupplifun
 • Launakostnaður
 • Búnaður

Jökulá

Hvað færðu

 • Notendasaga prófuð : 1
 • Fjöldi  prófaðra tækja: 1
 • Fjöldi  prófaðra tækja: 1
 • Fjöldi notenda: 2*

Hvað færðu

 • Samantekt með niðurstöðum
 • Myndbönd
 • Ítarleg greining
 • Kynningafundur og ráðleggingar
Fá nánari gögn

Algengar
spurningar

Hvernig virkar skanninn?
Hversu marga notendur þarf?
Hver sér um að finna þátttakendur?
Hvernig virkar skanninn?

Almennt þegar kemur að rannsóknum með augnskanna er þumalputtareglan sú að 5 notendur sýna fram á 85% af göllum í hönnun.  En að sama skapi þarf að prófa ákveðna hluti hönnunar mjög skilvirkt til að fá marktækar niðurstöður. Best er að prófa fáa hluti í hverju prófi, með það að markmiði að svara ákveðnum spurningum.

Er hægt að semja um tíma eða einstök verkefni?

Það er hægt að semja um hvað sem er en við mælum alltaf með því að semja til lengri tíma um fasta tíma á hverjum mánuði. Það skilar sér í hagkvæmara verði til þín og nánara samstarfs.

Hvernig hef ég samband við hönnuði?

Samskiptarás er valin í samstarfi við þitt fyrirtæki. Slack hefur reynst hentugt og auðvelt í notkun en ef að þú vilt nota workplace, email eða aðra aðferð lögum við okkur að þínum þörfum.

Get ég valið hönnuði?

Við reynum alltaf að komast til móts við þínar óskir en markmið okkar er að  hönnuðurinn myndi náið samstarf með þínu fyrirtæki og vörumerki. Að baki hvers hönnuðs eru margir aðrir og samstarf innan stofunnar skilar sér alltaf í betri hönnun til þín.