Vörður

Notendaupplifun

Hönnunarkerfi sem einfaldar vinnu og sparar tíma

Skoða lausn

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um 2020. Óreiðukenndur markaður hefur einkennst af tímabundnum lausnum í bland við skyndilegan stafrænan viðsnúning í rekstri margra fyrirtækja. Tilviljun, heppni, forsjá og kænska ráða miklu um það hvaða fyrirtæki og vörumerki komast í gegnum ástandið. En hvað getum við lært af þeim fyrirtækjum sem þrífast og dafna í glundroðanum?

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um 2020. Óreiðukenndur markaður hefur einkennst af tímabundnum lausnum í bland við skyndilegan stafrænan viðsnúning í rekstri margra fyrirtækja. Tilviljun, heppni, forsjá og kænska ráða miklu um það hvaða fyrirtæki og vörumerki komast í gegnum ástandið. En hvað getum við lært af þeim fyrirtækjum sem þrífast og dafna í glundroðanum?

Svarið er einfalt: Þau fyrirtæki voru opin fyrir breytingum í samfélaginu, hlustuðu á viðskiptavini og mættu kröfum samfélagsins. Með framsýnni stefnu og vel heppnaðri framkvæmd uppskáru þessi fyrirtæki gott langtímasamband við sína viðskiptavini á meðan aðrir þurftu að skella í lás.

Í óreiðuástandi liggja tækifæri. Daginn er tekið að lengja, bóluefni er handan við hornið og á bak við luktar dyr heimila bíður samfélag sem þyrstir í að loka þessum kafla með upprisu, hátíð og skapandi neyslu. Framtíðin er þeirra sem lærðu af árinu 2020 og eru tilbúin að þjóna þörfum notenda sem krefjast meira. Hérna eru fimm hlutir sem fyrirtæki ættu að læra af árinu 2020.

Hræðslumúrinn við vefverslanir er brotinn

Vefverslun hefur verið „framtíðin“ síðan Bill Clinton lék á saxófón árið 1992. Næstum 30 árum síðar ýtti kórónuvírusinn síðustu verslununum annaðhvort á netið eða í gjaldþrot. Vefverslun er ekki framtíðin, hún er varla nútíminn. Vefverslun er staðallinn og það er enginn hræddur við þær lengur.

Notendur sem hafa kannski forðast að versla á netinu þurftu skyndilega að kaupa matvörur í gegnum smáforrit og vefsíður og komust að því að upplifunin var mun skemmtilegri en að þurfa að þjösnast í gegnum búðina sjálfa. Söluaðilar þurftu að læra mikilvægi þess að sýna úrvalið á notendavænan og skýran máta og komust að því að fyrirkomulagið einfaldaði reksturinn og gerði þeim lífið einfaldara.

  • Betri notendaupplifun
  • Betri söluárangur (e. conversion rate)
  • Færri þjónustusímtöl
  • Bætt aðgengi fyrir alla
  • Forgangsraðað efni nær árangri
  • Auknar líkur á endurteknum viðskiptum

Það er ekki nóg að vera með notendavæna heimasíðu

Hver hefur ekki lent í því að sjá eitthvað sniðugt, kaupa það og bíða. Bíða. Bíða. Þurfa á hlutnum að halda. Kvarta og fá ekkert svar. Bíða enn lengur. Og loksins, nokkrum vikum síðar, að fá illa farinn pakka með rangri vöru.

Hvaða máli skiptir það að vera með notendavæna heimasíðu ef upplifun notandans af öllu ferlinu er slæm? Ef hann þarf að bíða, ef varan kemur löskuð, ef samskipti við fyrirtækið eru slæm. Fyrirtæki þurfa að passa að öll samskipti, allir ferlar og öll upplifum standist kröfur viðskiptavina og sé í samræmi við staðlana sem vefsíðan setur.

Flott vefsíða er ekki endapunktur stafrænnar vegferðar heldur byrjunin.

Með frekari umsvifum og snörpum breytingum í stafrænni vegferð var farið að kræla á ósamræmi í myndmáli Varðar.

Með frekari umsvifum og snörpum breytingum í stafrænni vegferð var farið að kræla á ósamræmi í myndmáli Varðar. Ósamræmið olli því að það var tímafrekt að þróa eða gefa út nýjar stafrænar vörur. Erfitt var fyrir nýja aðila til að taka við af verkefnum eða gefa út ný auk þess veldur samræmið ruglingi fyrir notandann.

Vilt þú hönnun sem
nær árangri?

Button Text

Viltu lesa meira?